Golfsamband Íslands

Gísli lék á sex höggum undir pari og endaði í fjórða sæti á háskólamóti

Gísli Sveinbergsson

Gísli Sveinbergsson endaði í fjórða sæti á háskólamóti sem fram fór á The Dunes vellinum um helgina. Gísli, sem leikur fyrir Kent háskólaliðið, lék hringina þrjá á -6 samtals en hann lék lokahringinn á pari vallar eða 72 höggum. Gísli var í öðru sæti fyrir lokahringinn eftir að hafa leikið á 70 og 68 höggum. Gísli, sem er úr Keili í Hafnarfirði, er á sínu fyrsta ári með Kent háskólaliðinu.

Bjarki Pétursson, úr Golfklúbbi Borgarness, er einnig í Kent háskólaliðinu. Bjarki lék hringina þrjá á +10, (74-75-80) og endaði hann í 64. sæti. Bjarki er einnig á fyrsta ári sínu með Kent háskólaliðinu sem er staðsett í Ohio fylki.

Lokastaðan:


Screenshot (5)

Bjarki Pétursson.

Exit mobile version