Gísli Sveinbergsson og Bjarki Pétursson voru í sigurliði Kent State sem sigraði með miklum yfirburðum á Cleveland State Invitational háskólamótinu. Kent State lék samtals á -46 undir pari og var 44 höggum betri en Oakland háskólinn sem varð í öðru sæti.