Gísli Sveinbergsson náði fínum árangri með úrvalsliði Evrópu sem lék gegn úrvalsliði Bretlands og Írlands um helgina í Skotlandi. Gísli er fyrsti íslenski kylfingurinn sem valinn er í úrvalsliðið fyrir Jacques Leglise Trophy þar sem allir bestu yngri kylfingar Evrópu tóku þátt.
Gísli vann tvo leiki, tapaði einum og gerði eitt jafntefli – en keppnin fór fram á Royal Dornoch vellinum í Skotlandi.
Keppnin endaði með jafntefli 12 ½ – 12 ½ .
Úrslit úr mótinu: