Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson og Ragnar Már Garðarsson náðu frábærum árangri fyrir GKG sem keppti á Evrópumeistaramóti golfklúbba 2017. GKG endaði í 7. sæti af alls 25 klúbbum sem tóku þátt.
Aron Snær gerði sér lítið fyrir og endaði í þriðja sæti í einstaklingskeppninni en hann lék hringina þrjá á -3 samtals (68-74-68). Ragnar Már varð í 33. sæti í einstaklingskepninni og Sigurður Arnar endaði í 47. sæti. Tvö bestu skorin á hverjum hring töldu í liðakeppninni.
Mótið fór fram á Golf du Médoc í Frakklandi. GKG tryggði sér keppnisrétt á þessu móti með sigri í 1. deild á Íslandsmóti golfklúbba 2017.
Alls eru 25 klúbbar sem taka þátt og koma þeir frá eftirfarandi löndum.
Austurríki
Belgía
Danmörk
Eistland
England
Finnland
Frakkland
Grikkland
Holland
Írland
Ísland
Ítalía
Kasakstan
Króatía
Lúxemborg
Pólland
Portúgal
Serbía
Skotland
Slóvakía
Spánn
Sviss
Wales
Þýskaland