/

Deildu:

Auglýsing

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sigraði á Íslandsmóti golfklúbba 2022 í flokki 14 ára og yngri stúlkna. Úrslitin réðust á Garðavelli á Akranesi þar sem að mótið fór fram.

Alls tóku 6 lið þátt og varð sameiginlegt lið Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbsins Setbergs í öðru sæti – en liðin voru jöfn að stigum en innbyrðis sigur GKG gegn GK/GSE réði úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

GR varð í þriðja sæti, GM í því fjórða, sameiginlegt lið GA/GSS í því fimmta og NK í sjötta sæti.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um úrslit leikja og lokastöðu:

Íslandsmeistaralið GKG var þannig skipað: Bríet Eva Jóhannsdóttir, Embla Hrönn Hallsdóttir, Eva Fanney Matthíasdóttir, María Kristín Elísdóttir, Ríkey Sif Ríkharðsdóttir.

Silfurverðlaunalið GK/GSE var þannig skipað: Lovísa Hulda Gunnarsdóttir, Sigurást Júlía Arnarsdóttir, Lilja Dís Hjörleifsdóttir, Elva María Jónsdóttir, Tinna Alexía Harðardóttir og Guðrún Lilja Thorarensen.

Bronsverðlaunalið GR var þannig skipað: Erna Steina Eysteinsdóttir, Margrét Jóna Eysteinsdóttir, Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir, Ragna Lára Ragnarsdóttir, Tinna Sól Björgvinsdóttir, Katla María Sigurbjörnsdóttir.

Íslandsmeistaralið GKG var þannig skipað Bríet Eva Jóhannsdóttir Embla Hrönn Hallsdóttir Eva Fanney Matthíasdóttir María Kristín Elísdóttir Ríkey Sif Ríkharðsdóttir
Silfurverðlaunalið GKGSE var þannig skipað Lovísa Hulda Gunnarsdóttir Sigurást Júlía Arnarsdóttir Lilja Dís Hjörleifsdóttir Elva María Jónsdóttir Tinna Alexía Harðardóttir og Guðrún Lilja Thorarensen
Bronsverðlaunalið GR var þannig skipað Erna Steina Eysteinsdóttir Margrét Jóna Eysteinsdóttir Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir Ragna Lára Ragnarsdóttir Tinna Sól Björgvinsdóttir Katla María Sigurbjörnsdóttir

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ