Site icon Golfsamband Íslands

GKj; unglingaeinvígið 2014; Ingvar Andri varði titilinn

Ingvar Andri Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur varði titilinn á Samsung Unglingaeinvíginu sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Þetta er í fyrsta sinn í níu ára sögu mótsins þar sem að sigurvegarinn frá liðnu ári nær að verja titilinn.

Keppnin var spennandi og sáust oft á tíðum mögnuð tilþrif en Ingvar Andri fékk m.a. fjóra fugla í röð sem er glæsilegur árangur.

Keppnin var með „shootout“ fyrirkomulaginu en einn keppandi féll úr leik á hverri holu þar til einn stóð eftir. Alls tóku 30 kylfingar þátt í undankeppninni á fimmtudag, þar af 11 stúlkur.

Heildarúrslit mótsins voru þessi:
1. sæti – Ingvar Andri Magnússon GR
2. sæti – Sigurður Arnar Garðarson GKG
3. sæti – Björn Óskar Guðjónsson GKj
4. sæti – Aron Snær Júlíusson GKG
5. sæti – Kristján Benedikt Sveinsson GA
6. sæti – Patrekur Nordquist Ragnarsson GR
7. sæti – Hákon Örn Magnússon GR
8. sæti – Kristófer Karl Karlsson GKj
9. sæti – Viktor Ingi Einarsson GR
10. sæti – Egill Ragnar Gunnarsson GKG

Styrktaraðilar Unglingaeinvígisins 2014
Samsung
ÍSAM golf
Subway
Fasteignasala Mosfellsbæjar
Golfsamband Íslands
Ecco
66° norður

Exit mobile version