Björgvin Þorsteinsson slær hér fyrsta höggið í Klöppum. Mynd/stebbi@golf.is
Auglýsing
– Björgvin Þorsteinsson sló fyrsta höggið í glæsilegri aðstöðu á Jaðarsvelli

Klappir, æfingaaðstaða Golfklúbbs Akureyra var formlega tekið í notkun föstudaginn 10. júní s.l. Það var sexfaldur Íslandsmeistari, Björgvin Þorseinsson, sem sló fyrsta höggið. Klappir eru ríflega 1000 fermetrar að stærð með 28 básum á tveimur hæðum. Í kjallara eru geymslur fyrir golfbíla félagsmanna og klúbbsins ásamt geymsluskápum fyrir golfsett og kerrur.

Fjöldi sjálfboðaliða úr GA koma að verkinu eins og kom fram í máli formanns GA, Sigmundar Ófeigssonar við opnunina. Var þeim þakkað sérstaklega fyrir vel unnin störf. Hann þakkaði einnig þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem að verkinu komu en fjöldi fyrirtækja gaf klúbbnum vinnu sína.

„Nú erum við hjá Golfklúbbi Akureyrar komin með fyrsta flokks æfingaaðstöðu og Klappir munu breyta miklu í okkar starfi. Það er okkar von að kylfingar í GA og einnig kylfingar í kringum Akureyri nýti Klappir vel,“ sagði Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA í samtali við Golf á Íslandi.

Ágúst telur að kylfingar í nágrenni Akureyrar geti byrjað útiæfingar mun fyrr en áður. „Við gerum okkur vonir um að Klappir geti opnað fyrr en við höfum getaða gert áður. Í ár hefðum við getað opnað um miðjan mars ef Klappir hefðu verið til staðar á þeim tíma. Það munar svo sannarlega um það að komast út og slá á vorin. Það hefur orðið mikil sprenging í aðsókn barna í golfskólann okkar og vonandi mun þessi flotta aðstaða sem og svo nýji par þrjú holu völlurinn okkar hjálpa til við að ná fleiri iðkendum í þessa frábæru íþrótt okkar,“ sagði Ágúst.

Nýja aðstaðan mun breyta miklu fyrir félagsmenn GA sem bíða nú spenntir eftir næsta verkefni sem er Íslandsmótið í golfi sem fram fer á Jaðri dagana 21.-24. júlí n.k.

Klappir munu án efa vera vera hvatning til kylfinga norðan heiða til að æfa sveifluna enda húsnæðið afar vistlegt og glæsilegt.

Félagsmenn í GA voru létttklæddir þegar fyrstu höggin voru slegin í Klöppum. Mynd/stebbi@golf.is
Félagsmenn í GA voru létttklæddir þegar fyrstu höggin voru slegin í Klöppum Myndstebbigolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ