Golfsamband Íslands

Glæsilegu Íslandsmóti lokið á Íslandsbankamótaröðinni

Frá vinstri: Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), Hlynur Bergsson(GKG), Ingvar Andri Magnússon (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR); Ólöf María Einarsdóttir (GHD), Andrea Ásmundsdóttir (GA).

Það var hörð barátta um Íslandsmeistaratitlana sem í boði voru á Íslandsmóti unglinga á Íslandsbankamótaröðinni sem lauk í kvöld á Korpúlfsstaðarvelli í Reykjavík.  Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 14 ára og yngri, 15–16 ára og 17–18 ára.

Lokakeppnisdagurinn var gríðarlega spennandi þar sem úrslitin réðust í umspili og bráðabana í nokkrum flokkum.

Myndasyrpa frá lokahófinu á fésbókarsíðu Golf á Íslandi:

Frá vinstri: Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), Hlynur Bergsson(GKG), Ingvar Andri Magnússon (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR); Ólöf María Einarsdóttir (GHD), Andrea Ásmundsdóttir (GA).

Úrslit urðu eftirfarandi:

Piltar:

17 – 18 ára:
1. Hlynur Bergsson, GKG 224 högg (75-71-78) (+8)
2. Hákon Örn Magnússon, GR 225 högg (77-75-73) (+9)
3. Henning Darri Þórðarson, GK 225 högg (78-74-73) (+9)
4. Eggert Kristján Kristmundsson, GR 225 högg (74-74-77)(+9)
*Hákon hafði betur í bráðabana um annað sætið og Henning varð þriðji.

5.–6. Einar Snær Ásbjörnsson, GR 226 högg (76-75-75) (+10)
5.–6. Fannar Már Jóhannsson, GA 226 högg (74-75-77) (+10)

Frá vinstri: Hákon, Hlynur og Henning:
 

15 – 16 ára:
1. Ingvar Andri Magnússon, GR 225 högg (73-77-75) (+9)
2. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 226 högg (68-76-82) (+10)
3. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 227 högg (77-73-77) (+11)

4. Björgvin Franz Björgvinsson, GM 232 högg (80-75-77) (+16)
5. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 234 högg (84-71-79) (+18)

Frá vinstri: Arnór, Ingvar og Kristján: 



14 og yngri:

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 223 högg (74-74-75) (+7)
2. Kristófer Karl Karlsson, GM 225 högg (74-75-76)225 (+9)
3. Andri Már Guðmundsson, GM 226 högg (76-77-73) (+10)

4. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 232 högg (73-79-80) (+16)
5. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 235 högg (77-78-80) (+19)

Frá vinstri: Andri, Sigurður Arnar og Kristófer: 

Stúlkur:

17 –18 ára:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 228 högg (79-71-78) (+12)
2. Saga Traustadóttir, GR 228 högg (76-76-76) (+12)
*Ragnhildur sigraði eftir þriggja holu umspil.

3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 236 högg (75-79-82) (+20)
4. Eva Karen Björnsdóttir, GR 238 högg (80-80-78) (+22)
5.–6 Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 243 högg (77-81-85) +27
5.–6. Alexandra Eir Grétarsdóttir, GOS 243 högg (76-82-85) +27

Frá vinstri: Saga, Ragnhildur og Sigurlaug: 


15–16 ára:

1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 238 högg (79-79-80) (+22)
2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 250 högg (80-84-86) (+34)
3. Zuzanna Korpak, GS 261 högg (82-90-89) (+45)

4. Sunna Björk Karlsdóttir, GR 266 högg (83-97-86)(+50)
5. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 267 högg (88-84-95) (+51)

Frá vinstri: Ólöf María og Gerður Hrönn: 

14 ára og yngri:

1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 253 högg (84-83-86) (+37)
2. Kinga Korpak, GS 253 högg (80-82-91) (+37)
*Andrea sigraði eftir þriggja holu umspil.
3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 260 högg (89-84-87) (+44)

4. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 262 högg (89-83-90) (+46)
5. Herdís Lilja Þórðardóttir, GKG 280 högg (92-97-91) (+64)

Frá vinstri: Andre og Hulda Clara: 

Leikið verður af hvítum teigum eða öftustu keppnisteigum í tveimur elstu aldursflokkunum hjá drengjunum en af bláum teigum hjá stúlkunum í tveimur elstu aldursflokkunum. Leikið er af rauðum teigum í yngsta aldursflokknum hjá stúlkunum og af bláum teigum í 14 ára og yngri flokknum hjá drengjunum.

Í fyrsta sinn í sögu Íslandsmótsins var sýnt beint frá viðburðinum í sjónvarpsútsendingu. Á vef Sporttv.is var hvert einasta högg á 6. braut Korpúlfsstaðarvallar sýnt á síðustu tveimur keppnisdögunum, laugardag og sunnudag.

Tvær myndavélar voru notaðar til þess að sýna frá þessari glæsilegu holu og golfsérfræðingur var á svæðinu sem lýsti því sem fyrir augu bar. Sannarlega glæsilegt framtak og voru keppendur ánægðir með að þessa tilraun.

Að mótinu loknu var sameiginlegt lokahóf hjá keppendum á Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni í golfskálanum í Korpunni. Fjölmiðlastjarnan Auddi Blö stýrði lokahófinu sem tókst frábærlega vel og var fjölmenni samankomið.

Frá vinstri: Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), Hlynur Bergsson(GKG), Ingvar Andri Magnússon (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR); Ólöf María Einarsdóttir (GHD), Andrea Ásmundsdóttir (GA).

Exit mobile version