Fannar Ingi Steingrímsson er hér í miðjunni ásamt verðlaunahöfunum á Honda mótinu.
Auglýsing

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis sigraði á sterku unglingamóti sem fram fór á Palm Springs golfvallasvæðinu í Bandaríkjunum. The Junior Honda Classic. Fannar, sem er 17 ára gamall, lék hringina tvo á 147 höggum eða +3 (72-75) og sigraði hann með minnsta mun.

Völlurinn var spilaður aðeins styttri en í PGA Honda Classic mótinu, eða 6850 jardar, en þó mjög krefjandi, enda “röffið” hávaxið og PGA pinnastaðsetningar seinni daginn.

Fannar Ingi spilaði fyrri hringinn á +3 og var jafn í 6. sæti. Seinni hringinn spilaði hann mjög vel, en útlitið var ekki gott eftir að þurfa að tka víti í brautarbönker á 14. holu og fékk tvöfaldan skolla og var þá tveimur yfir pari. En hann dróg fram fuglagírinn og spilaði næstu þrjár holur, hinar frægu Bear Trap á tveimur undir og lauk leik á pari sem dugði í eins höggs sigur.

Alls tóku 40 keppendur þátt í þessu móti sem fram fór á hinum glæsilega PGA National sem hannaður var af Tom og George Fazio. Árið 1990 endurhannaði Jack Nicklaus völlinn sem er notaður á PGA mótaröðinni þegar Honda meistaramótið fer þar fram.

Lokastaðan á mótinu: 

Fannar Ingi Steingrímsson.
Fannar Ingi Steingrímsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ