/

Deildu:

Auglýsing

Íslenska karlalandsliðið sigraði með yfirburðum í liðakeppninni á Smáþjóðaleikunum í golfi í dag á Korpúlfsstaðavelli sem lauk í dag. Ísland lék samtals á 14 höggum undir pari vallar og var 31 höggum betri en Malta sem varð í öðru sæti. Mónakó endaði í þriðja sæti á +29 samtals. Kristján Þór Einarsson sigraði í einstaklingskeppninni á -6 samtals en hann lék lokahringinn á 77 höggum í dag – eftir að hafa sett vallarmet í gær á 64 höggum. Sandro Piaget frá Mónakó varð annar á -2 samtals og Haraldur Franklín Magnús varð þriðji á paroi vallar samtals. Andri Þór Björnsson varð fjórði á +2 samtals.

Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í einstaklingskeppninni:

Kristján
Þór Einarsson, Ísland 278 högg (68-69-64-77) -6
Sandro Piaget, Mónakó 282 högg (73-71-66-72) -2
Haraldur Franklín Magnús, Ísland 284 högg (68-72-71-73) par
Andri Þór Björnsson, Ísland 286 högg (72-70-73-71) +2
Kevin Rigaill Esteve, Andorra 291 högg (71-72-72-76) +7
Andrew Borg, Malta 294 högg (74-70-75-75) +10
Daniel Holland, Malta 302 högg (72-70-80-80) +18

Lokastaðan í liðakeppninni:

Ísland, 554 högg -14
Malta, 585 högg +17
Mónakó, 597 högg +29
Andorra, 606 högg +38
San Marino, 608 högg +40
Lúxemborg, 621 högg +53
Liechtenstein, 649 högg +81

11402864_992807644085120_1640032666481181273_o
Haraldur Franklín Magnús: 
11289501_992807834085101_2778049719026484797_o
Andri Þór Björnsson: 11270633_992807937418424_3387267509307314960_o
Kristján Þór Einarsson: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ