/

Deildu:

Auglýsing

Pistill frá Hauki Erni Birgissyni forseta GSÍ – sem er í 1. tbl. Golf á Íslandi sem kom út nýverið.

Ég er í hópi þeirra 35.000 Íslendinga sem eru farnir að ókyrrast verulega þessar vikurnar. Spennan fer vaxandi. Eftir langan vetur fylgist maður með grasinu byrja að spretta og taka upp grænan lit í stað þessa gulgráa sem legið hefur eins og slikja yfir öllu undanfarna mánuði. Sumir golfklúbbar hafa nú þegar opnað inn á sumarflatir sínar og fyrstu golfmótin hafa farið fram. „Þetta er allt að gerast,“ eins og krakkarnir segja.

Eftir frábært ár í fyrra er mikil pressa á okkur sem störfum í hreyfingunni að gera enn betur í ár. Árið 2017 var án efa besta árið í sögu golfhreyfingarinnar á Íslandi. Aldrei höfðu fleiri kylfingar verið skráðir í golfklúbba landsins, aldrei hafa jafnmargir íslenskir afrekskylfingar leikið í erlendum háskólum og aldrei hafa jafnmargir íslenskir atvinnukylfingar leikið á erlendum mótaröðum. Kirsuberið var svo sett ofan í kökuna í lok ársins, þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttur var kjörin Íþróttamaður ársins – fyrst kylfinga. Okkur skorti ekki tilefnin til að fagna og vonandi heldur velgengni okkar fólks áfram.

Ég vona innilega að ykkur gefist góður tími til að þess að leggja stund á golfíþróttina í sumar á þeim rúmlega 60 golfvöllum, sem finna má vítt og breitt um landið. Vellirnir eru misjafnir eins og þeir eru margir og allir búa þeir yfir einhverju sérstöku. Gæði golfvalla eru ekki endilega bundin við hraðann á flötunum, grasið á teigunum eða fjölda brautanna. Gæðin má finna í þeirri upplifun sem hver og einn kylfingur fær af því að leika völlinn, viðmóti starfsfólks í klúbbhúsinu og samskiptunum við félagsmennina. Við búum því svo vel að geta leikið marga af bestu golfvöllum heims, án þess að fara út fyrir landsteinana. Njótið sumarsins.

Haukur Örn Birgisson
forseti Golfsambands Íslands

Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ