Íslandsmeistaralið GM: Frá vinstri. Andri Ágústsson liðsstjóri, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Auður Bergrún Snorradóttir, Eva Kristinsdóttir, Birna Rut Snorradóttir, Heiða Rakel Rafnsdóttir, og Dagur Ebenezersson þjálfari GM. Mynd/BEG
Auglýsing

Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM, fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba í flokki 16 ára og yngri í stúlknaflokki 2022. Úrslitin réðust í dag á Strandarvelli á Hellu.

Fjögur lið tóku þátt í þessum aldursflokki í stúlknaflokki og varð lið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í öðru sæti. Golfklúbbur Mosfellsbæjar var með tvö lið á þessu Íslandsmóti og endaði GM-2 í þriðja sæti og GR varð í fjórða sæti.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit leikja:

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu:

Íslandsmeistaralið GM Frá vinstri Andri Ágústsson liðsstjóri Pamela Ósk Hjaltadóttir Auður Bergrún Snorradóttir Eva Kristinsdóttir Birna Rut Snorradóttir Heiða Rakel Rafnsdóttir og Dagur Ebenezersson þjálfari GM MyndBEG
Lið GKG Arnar Már Ólafsson þjálfari Halla Stella Sveinbjörnsdóttir Katla Bríet Björgvinsdóttir Kristín Helga Ingadóttir María Ísey Jónasdóttir Elísabet Ólafsdóttir og Elísabet Sunna Scheving MyndBEG
Lið GM 2 Andri Ágústsson liðsstjóri Gabríella Neema Stefánsdóttir Ásdís Eva Bjarnadóttir Ásdís Rún Hrafnhildardóttir Dagbjört Erla Baldursdóttir Ísabella Björt Þórisdóttir María Rut Gunnlaugsdóttir og Dagur Ebenezersson þjálfari MyndBEG
Íslandsmeistaralið GM Frá vinstri Andri Ágústsson liðsstjóri Pamela Ósk Hjaltadóttir Auður Bergrún Snorradóttir Eva Kristinsdóttir Birna Rut Snorradóttir Heiða Rakel Rafnsdóttir og Dagur Ebenezersson þjálfari GM MyndBEG

Í stúlknaflokki voru fjögur lið sem tóku þátt. Í stúlknaflokki var keppt í einum riðli og leikin ein umferð í riðlinum.

Í holukeppninni var leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningsleikir. Í fjórmenningsleikjunum eru tveir leikmenn saman í liði og leika þeir einum bolta og slá þeir upphafshöggin til skiptis. Í tvímenningnum er einn leikmaður úr hvoru liði sem keppa gegn hvorum öðrum í holukeppni.

Liðin sem tóku þátt í stúlknaflokki 16 ára og yngri eru:

GR (Golfklúbbur Reykjavíkur)
GM 1 (Golfklúbbur Mosfellsbæjar).
GM 2 (Golfklúbbur Mosfellsbæjar).
GKG (Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ