/

Deildu:

Svarfhólsvöllur á Selfossi.
Auglýsing

Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss fór fram í gær en þar koma fram að hagnaður var á rekstri síðasta starfsári uppá kr.  9,726,519.- fyrir afskriftir og vaxtagjöld.  Tekjur klúbbsins á þessu ári voru kr. 51,218,363,- en tekjur klúbbsins hafa hækkað gríðarlega síðustu ár og má til samanburðar nefna að árið 2011 voru tekjur klúbbsins kr. 25,508,829,-.

Árgjöld fyrir 2015 voru samþykkt, en ca. 5% hækkun verður á þeim á milli ára. Samþykkt var að fara í átak sem mun heita Stelpu Átak 2015 og munu allar stúlkur 18 ára og yngri fá frítt árgjald og æfingargjald árið 2015. Alexandra Eir og Hlynur Geir munu sjá um æfingar fyrir þessar stúlkur. Er það von stjórnar GOS að þetta muni hvetja fleiri stúlkur til að stunda golfíþróttina. Einnig verður í fyrsta skipti boðið uppá fjölskyldugjald fyrir hjón með börn sem öll stunda íþróttina.

Töluverð aukning var á spili á vellinum eða 9% á milli ára.

Félagafjöldi GOS 2014 var 470 og þar af 213 í gegnum starfsmannafélag Íslandsbanka.

Félagatal GOS stóð nokkuð í stað milli ára en kjarninn í GOS fer stækkandi og eru miklu fleiri sem stunda mót og annað félagsstarf nú en fyrir nokkrum árum. Þetta má þakka mjög góðu nýliða-, barna- og unglingastarfi klúbbsins.

 

Stjórn GOS var kosin áfram en hana skipa:

Ástfríður M Sigurðardóttir formaður,

Svanur Geir Bjarnason ritari,

Helena Guðmundsdóttir gjaldkeri,

Halldór Morthens meðstjórnandi,

Axel Óli Ægisson meðstjórnandi.

Varamenn: Bergur Sverrisson og Ársæll Ársælsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ