Fimmtán kylfingar úr æfingahópi A-landsliðs karla í golfi léku í gær 36 holur á Korpúlfsstaðavelli. Um var að ræða fyrri hluta af úrtökumóti um öruggt sæti í A-landsliði karla. Á miðvikudaginn í næstu viku, 8. júní, fer fram síðari hluti mótsins. Þar verða einnig leiknar 36 holur á einum degi. Sjórinn og Áin voru keppnisvelli dagsins og verða það einnig í næstu viku.
Margir kylfingar náðu frábæru skori í gær og þá sérstaklega eftir hádegi þegar 2. umferð fór fram. Aðstæður voru eins og best voru á kosið, og Korpúlfsstaðavöllur lítur mjög vel út miðað við árstíma.
Staðan á úrtökumótinu eftir 36 holur af alls 72 en par vallar er 72 högg.
Gísli Sveinbergsson, GK (72-65) 137 högg (-5)
Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (71-67) 138 högg (-4)
Ragnar Már Garðarsson, GKG (69-70) 139 högg (-3)
Andri Þór Björnsson, GR (71-70) 141 högg (-1)
Rúnar Arnórsson, GK (70-75) 145 högg (+3)
Aron Snær Júlíusson, GKG (75-71) 146 högg (+4)
Henning Darri Þórðarson, GK (75-71) 146 högg (+4)
Björn Óskar Guðjónsson, GM (73-73) 146 högg (+4)
Thedór Emil Karlsson, GM (69-78) 147 högg (+5)
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (76-73) 149 högg (+7)
Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (76-74) 150 högg (+8)
Arnór Snær Guðmundson, GHD (79-72) 151 högg (+9)
Hlynur Bergsson, GKG (78-76) 154 högg (+12)
Kristófer Orri Þórðarson, GKG (77-77) 154 högg (+12)
Benedikt Sveinsson hætti leik eftir 18 holur vegna meiðsla.