Frá Hamarsvelli í Borgarnesi.
Auglýsing
Viðsnúningur á rekstri GB – 18,2 milljóna kr. hagnaður-  langtímaskuldir greiddar niður- rekstrargjöld lækkuðu um 13 milljónir kr.

Rekstur Golfklúbbs Borgarness gekk mjög vel á árinu 2015 en þetta kom fram á aðalfundi GB sem fram fór á Hótel Hamri miðvikudaginn 9. desember s.l.  Ingvi Árnason, formaður fór yfir skýrslu stjórnar og starf klúbbsins, gjaldkeri fór yfir reikninga GB fyrir liðið rekstrarárið.

Rekstur GB gekk mjög vel rekstrarárið 2015 og var veltan 45.7 mkr. samanborið við tæpar 41.0 mkr. árið 2014 . Rekstrargjöld voru rúmar 27.5 mkr. samanborið við rúmar 40.7 mkr. árið 2014. Rekstrarhagnaður klúbbsins var því 18.2 mkr. fyrir fjármagnsliði og afskriftir. Inn í rekstrartekjur má þó reikna fyrirfram greiddar tekjur (styrk+leigu) næsta árs að upphæð 7.4 mkr. Allur hagnaður ársins fór í að greiða niður langtíma- og skammtímaskuldir félagsins. Á móti náði GB samkomulagi við Arionbanka um leiðréttingu eða niðurfellingu skulda. Lausafjárstaða GB verður að líkindum erfið rekstrarárið 2016 en bjartari tímar blasa þó við.

12314059_1073793442685698_8262959574387915316_n
Anton Elí og Guðmundur Daníelsson MyndGB


[quote_box_left]Á fundinum kom fram að reksturinn hefði gengið vel og mikið að þakka framkvæmdastjóra GB sem í byrjun ár tók allan vélakost félagsins í yfirhalningu. Hann (Jóhannes Ármansson) tók síðan að sér starfa vallarstjóra og kom vellinum í fremstu röð landsins með dugmiklum vallarstarfsmönnum. [/quote_box_left]

Golfsumarið í ár byrjaði seint sökum kuldatíðar og blásturs í maí og lungan úr júní. Kuldinn náði jafnvel fram í júli en við þurfum samt ekki að kvarta yfir aðsókn kylfinga á Hamarsvöll þetta sumarið. Hann þótti með betri völlum landsins og voru flatirnar sérstaklega rómaðar.

Í skýrslu stjórnar kom fram hvað magnað félagsstarf er hjá Golfklúbbi Borgarness í reynd að hversu öflug sjálfboðaliðastarf hefur á ögurstundu lagt sitt lið og hjálpað til við að gera góðan klúbb enn betri.

[pull_quote_center]Í rekstraráætlun fyrir árið 2016 er gert fyrir 32 mkr veltu eða verulegri lækkun frá því í ár. Áframhaldandi aðhald verður í rekstri og því rekstrarkostnað upp á sömu upphæð. Lítið svigrúm verður til framkvæmda eða endurnýjunar véla. Vandmál sem leyst verður á sama hátt og GB gerði í ár, með bjarsýni. Enda var lagt til að félagsgjöld yrðu ekki hækkuð í samræmi við almenna verðlagsþróun og var það samþykkt.[/pull_quote_center]

Stjórn GB var kjörin þannig að hana skipa Ingvi Árnason, formaður, Björgvin Óskar Bjarnason, Margrét K. Guðnadóttir, Guðmundur Daníelsson og Jón Haraldsson.

Viðurkenningar voru veittar. Anton Elí Einarsson fékk háttvísisverðlaun GSÍ en þau eru veitt ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GB vill sjá í afreksefnaunglingum sínum.

Í almennum umræðum var rætt um samvinnu við okkar næstu samstarfsfélaga og að bjóða golfklúbbum á Vesturlandi t.d. aðgang að frábærri aðstöðu okkar í Brákarey þ.e. Eyjunni.

12244499_1073793539352355_4686487166313433126_o 12356750_1073793596019016_8754217914652131030_o

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ