Auglýsing

Fimmtudaginn 31. maí 2018 mun Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi standa fyrir góðgerðargolfmóti á Leirdalsvelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG).

Þetta er í tíunda sinn sem mótið er haldið og í ár eins og undanfarin ár mun allur ágóði af mótinu renna til Ljóssins sem er endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Við leitum nú til fyrirtækja sem vilja sameina skemmtun og styrk til góðs málefnis.

Leikið verður tveggja manna Texas Scramble og ræst út af öllum teigum kl. 09:00.
Afhending skorkorta kl. 8:00 – 8:30. Hressing er í boði í tveimur veitingatjöldum á meðan á leik stendur. Hægt að kaupa veitingar í golfskála fyrir og eftir mót á góðu verði.

Vegleg verðlaun eru fyrir fyrstu 10 sætin auk þess sem keppt er um glæsilegan farandbikar sem gefinn er af Ísspor. Dregið verður úr skorkortum.

Nándarverðlaun frá Símanum verða á öllum sex par þrjú holum.

Góðgerðargolfmót Eldeyjar er opið mót en aðeins þeir sem eru með virka forgjöf geta unnið til verðlauna.

Nánari upplýsingar veitir Snæbjörn Þór Ólafsson snae@vidskiptahusid.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ