/

Deildu:

Auglýsing

Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG varð annar á Finnish International Junior meistaramótinu sem lauk í dag í Finnlandi. Sigurður Arnar endaði á 7 höggum yfir pari og var þremur höggum frá efsta sætinu. Kristófer Karl Karlsson úr Kili varð fjórði og Ingvar Andri Magnússon úr GR varð fimmti en þeir léku allir í 14 ára og yngri flokknum.

Keppt var í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 14 ára og yngri, og 15-16 ára. Alls tóku 17 íslenskir kylfingar þátt.

Lokastaðan.

Henning Darri Þórðarson úr Keili varð áttundi í flokki 15-16 ára en hann lék samtals á 8 höggum yfir pari vallar. Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG endaði í 15. sæti en hann lék samtals á 12 höggum yfir pari.

Eva Karen Björnsdóttir úr GR endaði í 14. sæti í 15-16 ára flokknum en íslensku keppendurnir voru jafnir í þessum flokki.

Í þessum flokki er leikið af gulum teigum – 5.600 metra langur völlur með krefjandi hröðum flötum með miklu landslagi.

Fararstjórar hópsins voru Úlfar Jónsson, Derrick Moore og Brynjar Eldon Geirsson:

Lokastaðan eftir 54 holur:

Piltar 14 ára og yngri: (48 keppendur)

2. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 74-73-716(+7)
4. Kristófer Karl Karlsson, GKj. 82-74-75 (+15)
5. Ingvar Andri Magnússon, GR  75-81-76 (+16)
14. Ingi Rúnar Birgisson, GKG 86-78-76 (+24)
32. Magnús Friðrik Helgason, GKG 80-88-88 (+40)

Piltar 15-16 ára (60 keppendur)   

8. Henning Darri Þórðarson, GK 77-73-74 (+8)
15. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 73-77-78 (+15)
33. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 80-77-80 (+21)
33. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 79-75-83 (+21)
40. Hlynur Bergsson, GKG 82-78-80 (+24)
44. Jóel Gauti Bjarkason, GKG 81-82-82 (+29)
46. Bragi Aðalsteinsson, GKG 81-82-83 (+30)
49. Helgi Snær Björgvinsson, GK 84-86-78 (+32)

Stúlkur 15-16 ára (33 keppendur)   

14. Eva Karen Björnsdóttir, GR 86-80-81 (+31)
15. Saga Traustadóttir, GR 82-80-86 (+32)
15. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 87-78-83(+32)
23. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 87-93-82 (+46)

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ