Þórður Rafn Gissurarson
Auglýsing

Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari í golfi 2015, endaði í 22. sæti á atvinnumóti sem fram fór í Þýskalandi og lauk í gær. Þórður lék lokahringinn mjög vel eða á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari vallar.

Alls fékk hann sex fugla á lokahringnum en GR-ingurinn tapaði tveimur höggum á hringnum.

Hann lék hringina þrjá á þremur höggum undir pari vallar samtals og endaði í 22. sæti. Mótið er hluti af ProGolf atvinnumótaröðinni í Þýskalandi en mótaröðin telst til þeirra mótaraða sem eru í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

Þórður er í 22. sæti á stigalista ProGolf mótaraðarinnar en hann hefur nú leikið á alls 18 mótum á þessu keppnistímabili á mótaröðinni.

Lokastaðan:


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ