Jón Arnór Stefánsson.
Auglýsing

Fyrsta tölublað ársins 2015 af Golf á Íslandi er komið út og efnisvalið fjölbreytt að venju. Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er á forsíðu tímaritsins en atvinnukörfuboltamaðurinn hefur gríðarlegan áhuga á golfíþróttinni. Staða kvenna í stjórnum golfklúbba landsins er til umfjöllunar ásamt ýmsu öðru og má þar nefna golfkennsluefni, golfútbúnað, golfreglur, fjölgun í Nesklúbbnum og nýjan golfklúbb í Mosfellsbæ.

Golf á Íslandi var dreift til allra félagsmanna í golfklúbbum landsins um miðja síðustu viku. Golf á Ísland er jafnframtaðgengilegt á vef Golfsambandsins, golf.is, og þar er hægt að lesa tímaritið á rafrænu formi.

Golfsambandið hefur það að markmiði að færa í auknum mæli útgáfu sambandsins á rafrænt form. GSÍ hefur þegar hafið vinnu við að efla heimasíðuna golf.is og nýjar áherslur verða kynntar þegar nær dregur upphafi Eimskipsmótaraðarinnar.

Þeir sem hafa ekki áhuga á því að fá tímaritið Golf á Íslandi sent heim til sín í pósti geta tilkynnt það með því að breyta stillingum á „mínum síðum” á golf.is.

Aðgerðin er einföld. Kylfingar skrá sig inn á golf.is líkt og þeir gera til þess að skrá rástíma. Síðan er smellt á stillingar og merkt við hvort þeir hafi áhuga á að fá Golf á Íslandi sent heim heim í pósti. Þeir sem kjósa að fá blaðið sent heim haka í reitinn „Fá Golf á Íslandi sent heim í pósti“. Rafræna útgáfu af Golf á Íslandi er að finna hér.

Einnig er boðið upp á fá rafrænt fréttabréf í tölvupósti en þar er um að ræða ýmsar gagnlegar upplýsingar úr starfi GSÍ og fréttatengt efni. Þeir sem kjósa að fá ekki fréttabréf í tölvupósti geta afþakkað með því að taka merkið úr græna kassanum eins og sýnt er á myndinni hér fyrir neðan.

Screenshot (2) Screenshot (3) Screenshot (4) Screenshot (5) Screenshot (6) Screenshot (7)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ