Golfsamband Íslands

Áhugaverður valkostur fyrir kylfinga á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla

. Mynd/seth@golf.is

[dropcap]B[/dropcap]orgarholtsskóli býður upp á afreksíþróttasvið í ýmsum íþróttum og þar á meðal í golfi. Fjórir kylfingar eru á afreksíþróttasviði á yfirstandandi önn og eru þeir hæstánægðir með námið.

Afreksíþróttasvið er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi. Nemandi fær fjórar einingar á önn fyrir að stunda nám á afreksíþróttasviði. Þessar einingar nýtast beint til stúdentsprófs.

Davíð Gunnlaugsson PGA kennari sér um kennsluna og þar er fjölbreytt áhersla hvað varðar æfingar og uppbyggingu námsins. Golf.is fór fyrir skemmstu í heimsókn á æfingu hjá Borgarholtsskóla í Básum, æfingaaðstöðu GR, og tók þar nemendur tali. Nánar verður fjallað um þá heimsókn í næsta tbl. Golf á Íslandi.

[pull_quote_left]Boðið er upp á sérsniðna dagskrá sem hentar þeim vel sem æfa mikið og vilja gott aðhald og fræðslu. [/pull_quote_left]Nemendur á afreksíþróttasviði geta stundað nám á hvaða bóknámsbraut skólans sem er (félagsfræði-, náttúrufræði- og viðskipta- og hagfræðibraut).

Nemendur á afreksíþróttasviði taka 4 einingar á önn í sinni íþróttagrein. Afreksíþróttasviðið stendur yfir í 3 ár og nemandi útskrifast með stúdentspróf af bóknámssviði auk útskriftar af afreksíþróttasviði. Fjórða árið er hugsað þannig að nemandi geti einbeitt sér að þeim bóklegu greinum sem hann á eftir til að klára stúdentsprófið.

Alls eru þetta því 24 einingar á afreksíþróttasviði. Afreksáfangar koma í stað 8 eininga í íþróttum og 12 valeininga sem tilheyra hefðbundnum stúdetnsprófsbrautum. Því útskrifast nemendur af afrekssviði með 144 einingar.

Kröfur til nemenda:
Að hafa stundað íþrótt sína í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafélagi.
Að hafa staðist grunnskólapróf
Vera vímuefnalaus íþróttamaður/íþróttakona.
Geta tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþrótta.
Standast eðlilega námsframvindu og ljúka u.þ.b. 15-19 einingum á önn.
Gerð er krafa að nemendur hafi a.m.k. 95% skólasókn í öllum námsgreinum.

Nánar á heimasíðu Borgarholtsskóla: 

Frá æfingu í Básum hjá afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla.
Frá æfingu í Básum hjá afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla
Exit mobile version