/

Deildu:

Hulda Clara Gestsdóttir.
Auglýsing
– Hulda Clara Gestsdóttir kylfingur úr GKG nýtur þess að vera úti í náttúrunni – viðtal úr 5. tbl. Golf á Íslandi 2015

[dropcap]H[/dropcap]ulda Clara Gestsdóttir er í stórum hópi efnilegra kylfinga sem koma úr röðum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hulda er í 8. bekk Salaskóla í Kópavogi og hún hefur m.a. afrekað það að slá golfbolta í ennið á sjálfri sér. Hulda ætlar sér stóra hluti í golfíþróttinni og draumurinn er að leika sem atvinnukylfingur á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi?
Það er svo gaman að vera úti í náttúrunni í þessari frábæru íþrótt.

Hvað er skemmtilegast við golfið?
Að keppa þegar maður er búinn að leggja hart að sér.

Framtíðardraumarnir í golfinu?
Að komast á LPGA-mótaröðina.

Hver er styrkleikinn þinn í golfi?
Vipp og glompuhögg.

Hvað þarftu að laga í þínum leik?
Járna – og fleyghöggin.

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi?
Að lenda í þrumum og eldingum á Spáni.

Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér?
Að slá golfbolta í ennið á mér.

Draumaráshópurinn?
Jordan Spieth, Rory McIlroy og Tiger Woods.

Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna?
Vestmannaeyjavöllur, því hann er svo fallegur.

Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?
Sextánda í Borgarnesi, fyrsta í Brautarholti og sextánda í Vestmannaeyjum þar sem þær eru svo fallegar, skemmtilegar og erfiðar.

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
Fótbolta.

Staðreyndir:
Nafn: Hulda Clara Gestsdóttir.
Aldur: 13 ára.
Forgjöf: 10,6.
Uppáhaldsmatur: Pítsa
Uppáhaldsdrykkur: Appelsínusafi og vatn.
Uppáhaldskylfa: 56 gráður.
Ég hlusta á: Flest allt.
Besta skor í golfi: 75 högg á Strandarvelli á Hellu.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Jordan Spieth.
Besta vefsíðan: YouTube.
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Óttalaus

[quote_box_center]Dræver: US Kids Tour Series.
Brautartré: US Kids Tour Series.
Blendingur: US Kids Tour Series.
Járn: US Kids Tour Series.
Fleygjárn: US Kids Tour Series.
Pútter: Taylor Made Daytona 62.
Hanski: Nota ekki.
Skór: Ecco.
Golfpoki: Ecco.
Kerra: Clicgear.[/quote_box_center]

Hulda Clara Gestsdóttir.
Hulda Clara Gestsdóttir

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ