Nýr golfþáttur sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hefur leik á einhverjum tilkomumesta golfvelli landsins í fylgd einnar skærustu íþróttastjörnu landsmanna.
Það er nú varla hægt að byrja golfþátt betur en að taka hringinn á Vestmannaeyjavelli með Ásgeiri Sigurvinssyni, dáðasta knattspyrnumanna Íslendinga og raunar þeim besta svo vitnað sé til úrslita í nýlegu vali á besta knattspyrnumanni Íslandssögunnar.
Eyjólfur Kristjánsson er umsjármaður þáttarins og fær að kynnast bestu töktum Ásgeirs í golfi, en meðal annars efnis í þættinum er golfkennsla úr skóla Ragnhildar Sigurðardóttur, margfalds Íslandsmeistara í íþróttinni og einnar mestu keppniskonu í greininni frá upphafi.
Þá verður kíkt í Örninn, eina helstu golfbúð landsmanna og nýjasta nýtt fyrir kylfinga af báðum kynjum og öllum aldri skoðað, en vel að merkja; mest fer þó fyrir Vestmannaeyjavelli í þættinum, einni skærustu perlu íslenskra golfvalla.
Golf með Eyfa kl 20:30 á miðvikudögum svo sem fyrr segir en myndataka og samsetning þáttanna er í höndum Péturs Fjeldsted.