Frá vinstri: Birgir Leifur Hafþórsson, stjórnarmaður GSÍ, Skarphéðinn Egill, Björn Breki, Máni Freyr og Steinn Baugur Gunnarsson íþróttastjóri NK - og mótstjóri.
Auglýsing

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur 14 ára og yngri fór fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi dagana 16.-18. ágúst.

Aðstæður voru krefjandi fyrir yngstu afreksefni landsins – en töluverður vindur var á Seltjarnarnesinu alla þrjá keppnisdagana.

Í piltaflokki 13-14 ára og yngri sigraði Björn Breki Halldórsson, Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar, Skarphéðinn Egill Þórisson, Nesklúbbnum, varð annar og Máni Freyr Vigfússon, Golfklúbbnum Keili, varð þriðji.

Leiknir voru þrír 18 holu hringir í þessu móti.

1. Björn Breki Halldórsson, Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar 207 högg (-3) (69-70-68)
2. Skarphéðinn Egill Þórisson, Nesklúbburinn 211 högg (+1) (66-72-73)
3. Máni Freyr Vigfússon , Golfklúbburinn Keilir 216 högg (+6) (66-76-74)

Smelltu hér fyrir úrslit:

Smelltu hér fyrir myndasafn á gsimyndir.is

Frá vinstri: Frá vinstri: Birgir Leifur Hafþórsson, stjórnarmaður GSÍ, Skarphéðinn Egill, Björn Breki, Máni Freyr og Steinn Baugur Gunnarsson íþróttastjóri NK – og mótstjóri.

Alls voru 99 keppendur og komu þeir frá 12 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir voru frá GK eða 20 alls, GR var með 17 og NK 16.

Í piltaflokki komu keppendur frá 11 klúbbum og í stúlknaflokki komu keppendur frá 9 klúbbum. Átta klúbbar voru með keppendur í bæði stúlkna – og piltaflokki.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar.

Meðalforgjöfin í mótinu var 19.5. Lægsta forgjöfin var 0.5.

Klúbbur StúlkurPiltarSamtalsHlutfall af heild
1GKGolfklúbburinn Keilir, Hafnarfjörður7132020.2%
2GRGolfklúbbur Reykjavíkur2151717.2%
3NKNesklúbburinn3131616.2%
4GKGGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2101212.1%
5GMGolfklúbbur Mosfellsbæjar471111.1%
6GAGolfklúbbur Akureyrar1788.1%
7GOGolfklúbburinn Oddur3255.1%
8GSSGolfklúbbur Skagafjarðar1233.0%
9GLGolfklúbburinn Leynir, Akranes0333.0%
10GSGolfklúbbur Suðurnesja0222.0%
11GHDGolfklúbburinn Hamar Dalvík0111.0%
12GSEGolfklúbburinn Setberg1011.0%

Frá vinstri: Birgir Leifur Hafþórsson, stjórnarmaður GSÍ, Skarphéðinn Egill, Björn Breki, Máni Freyr og Steinn Baugur Gunnarsson íþróttastjóri NK – og mótstjóri.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ