Auglýsing

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við N1 hélt Golf14 mót dagana 7.-8. september á Korpúlfsstaðavelli.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Smelltu hér fyrir myndir frá mótinu:

Flokkur 13-14 ára í Golf 14 lék höggleik án forgjafar dagana 7. og 8. september – alls 36 holur og voru leiknar 18 holur Landið/Landið báða dagana.

Keppt var samkvæmt gildandi móta- og keppendareglum GSÍ.

Flokkur 12 ára og yngri í Golf 14 lék 9 holur á Landinu, laugardag og sunnudag.

Að hring loknum á laugardegi var boðið upp á hamborgaveislu fyrir keppendur.

Golf14 er hugsað sem fyrsta skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Mótið er ekki stigamót og en mótið gildir til forgjafar.

Áherslan í Golf 14 er að læra leikinn og mismunandi leikform hans og er aðal markmiðið að hafa gaman og njóta góðra stunda á golfvellinum.

Úrslit:

Stúlknaflokkur 13-14 ára:

1. Sara María Guðmundsdóttir, GM 156 högg (+12) (77-79)
2. Elva María Jónsdóttir, GK 160 högg (+16) (80-80)
3. Katla María Sigurbjörnsdóttir, GR 162 högg (84-78)

Piltaflokkur 13-14 ára:

1. Skarphéðinn Egill Þórisson, NK 147 högg (+3) (74-73)
2.-3. Ingimar Jónasson, GR 150 högg (+6) (78-72)
2.-3. Ágúst Már Þorvaldsson, GA 150 högg (+6) (77-73)

Stúlknaflokkur 12 ára og yngri:

1. Elísabet Þóra Ólafsdóttir, NK 85 högg (+13) (39-46)
2. Elva Rún Rafnsdóttir, GM 99 högg (+27) (50-49)
3. Kristín Björg Gunnarsdóttir, GKG 103 högg (+31) (55-48)

Drengjaflokkur 12 ára og yngri:

1. Jón Reykdal Snorrason, GKG 81 högg (+9) (42-39)
2. Ásgeir Páll Baldursson, GM 82 högg (+10) (40-42)
3.-4. Tómas Númi Sigurbjörnsson, GR 84 högg (+12) (40-44)
3.-4. Gunnar Ágúst Snæland, GR 84 högg (+12) (40-44)


Frá vinstri Gísli Guðni Hall formaður GR Ásgeir Páll Baldursson Jón Reykdal Snorrason Tómas Númi Sigurbjörnsson Gunnar Ágúst Snæland og Harpa Ægisdóttir frá GR MyndFrosti Eiðsson
Frá vinstri Gísli Guðni Hall formaður GR Elva Rún Rafnsdóttir Elísabet Þóra Ólafsdóttir Kristín Björg Gunnarsdóttir og Harpa Ægisdóttir frá GR MyndFrosti Eiðsson
Frá vinstri Gísli Guðni Hall formaður GR Ingimar Jónasson Skarphéðinn Egill Þórisson Ágúst Már Þorvaldsson og Harpa Ægisdóttir frá GR MyndFrosti Eiðsson
Frá vinstri Gísli Guðni Hall formaður GR Elva María Jónsdóttir Sara María Guðmundsdóttir Katla María Sigurbjörnsdóttir og Harpa Ægisdóttir frá GR MyndFrosti Eiðsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ