Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við N1 hélt Golf14 mót dagana 7.-8. september á Korpúlfsstaðavelli.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.
Smelltu hér fyrir myndir frá mótinu:
Flokkur 13-14 ára í Golf 14 lék höggleik án forgjafar dagana 7. og 8. september – alls 36 holur og voru leiknar 18 holur Landið/Landið báða dagana.
Keppt var samkvæmt gildandi móta- og keppendareglum GSÍ.
Flokkur 12 ára og yngri í Golf 14 lék 9 holur á Landinu, laugardag og sunnudag.
Að hring loknum á laugardegi var boðið upp á hamborgaveislu fyrir keppendur.
Golf14 er hugsað sem fyrsta skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Mótið er ekki stigamót og en mótið gildir til forgjafar.
Áherslan í Golf 14 er að læra leikinn og mismunandi leikform hans og er aðal markmiðið að hafa gaman og njóta góðra stunda á golfvellinum.
Úrslit:
Stúlknaflokkur 13-14 ára:
1. Sara María Guðmundsdóttir, GM 156 högg (+12) (77-79)
2. Elva María Jónsdóttir, GK 160 högg (+16) (80-80)
3. Katla María Sigurbjörnsdóttir, GR 162 högg (84-78)
Piltaflokkur 13-14 ára:
1. Skarphéðinn Egill Þórisson, NK 147 högg (+3) (74-73)
2.-3. Ingimar Jónasson, GR 150 högg (+6) (78-72)
2.-3. Ágúst Már Þorvaldsson, GA 150 högg (+6) (77-73)
Stúlknaflokkur 12 ára og yngri:
1. Elísabet Þóra Ólafsdóttir, NK 85 högg (+13) (39-46)
2. Elva Rún Rafnsdóttir, GM 99 högg (+27) (50-49)
3. Kristín Björg Gunnarsdóttir, GKG 103 högg (+31) (55-48)
Drengjaflokkur 12 ára og yngri:
1. Jón Reykdal Snorrason, GKG 81 högg (+9) (42-39)
2. Ásgeir Páll Baldursson, GM 82 högg (+10) (40-42)
3.-4. Tómas Númi Sigurbjörnsson, GR 84 högg (+12) (40-44)
3.-4. Gunnar Ágúst Snæland, GR 84 högg (+12) (40-44)