Golfsamband Íslands

Golf14 – Sara María er Íslandsmeistari 2024 í stúlknaflokki 13-14 ára og yngri

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur 14 ára og yngri fór fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi dagana 16.-18. ágúst.

Aðstæður voru krefjandi fyrir yngstu afreksefni landsins – en töluverður vindur var á Seltjarnarnesinu alla þrjá keppnisdagana.

Í stúlknaflokki 13-14 ára og yngri sigraði Sara María Guðmundsdóttir, GM, Elva María Jónsdóttir, GK, varð önnur og Katla María Sigurbjörnsdóttir, GR varð þriðja.

Leiknir voru þrír 18 holu hringir í þessu móti.

1. Sara María Guðmundsdóttir, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 239 högg (+29) (81-78-80).
2. Elva María Jónsdóttir, Golfklúbburinn Keilir 248 högg (+38) (76-88-84).
3. Katla María Sigurbjörnsdóttir , Golfklúbburinn Reykjavíkur 256 högg (48) (85-89-82).

Smelltu hér fyrir úrslit:

Smelltu hér fyrir myndasafn á gsimyndir.is

Frá vinstri: Birgir Leifur Hafþórsson, stjórnarmaður GSÍ, Elva María, Sara María, Katla María og Steinn Baugur Gunnarsson íþróttastjóri NK og mótstjóri.

Alls voru 99 keppendur og komu þeir frá 12 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir voru frá GK eða 20 alls, GR var með 17 og NK 16.

Í piltaflokki komu keppendur frá 11 klúbbum og í stúlknaflokki komu keppendur frá 9 klúbbum. Átta klúbbar voru með keppendur í bæði stúlkna – og piltaflokki.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar.

Meðalforgjöfin í mótinu var 19.5. Lægsta forgjöfin var 0.5.

Klúbbur StúlkurPiltarSamtalsHlutfall af heild
1GKGolfklúbburinn Keilir, Hafnarfjörður7132020.2%
2GRGolfklúbbur Reykjavíkur2151717.2%
3NKNesklúbburinn3131616.2%
4GKGGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2101212.1%
5GMGolfklúbbur Mosfellsbæjar471111.1%
6GAGolfklúbbur Akureyrar1788.1%
7GOGolfklúbburinn Oddur3255.1%
8GSSGolfklúbbur Skagafjarðar1233.0%
9GLGolfklúbburinn Leynir, Akranes0333.0%
10GSGolfklúbbur Suðurnesja0222.0%
11GHDGolfklúbburinn Hamar Dalvík0111.0%
12GSEGolfklúbburinn Setberg1011.0%

Frá vinstri: Birgir Leifur Hafþórsson, stjórnarmaður GSÍ, Skarphéðinn Egill, Björn Breki, Máni Freyr og Steinn Baugur Gunnarsson íþróttastjóri NK – og mótstjóri.

Exit mobile version