/

Deildu:

Auglýsing


Golfdagur PGA er samvinnuverkefni PGA á Íslandi & GSÍ og fer fram þann 10. júní kl. 11 í Reykjavík (Grafarholt), Blönduósi, Norðfirði og Höfn í Hornafirði. 

Markmið Golfdags PGA er að fjölga kylfingum á öllum aldri og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar.

Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar þar sem PGA golfkennarar og PGA golfkennaranemar verða til staðar að leiðbeina.

Boðið verður upp á skemmtilegar þrautir og leiki ásamt kennslu í hinum ýmsu þáttum leiksins. Kylfur verða á staðnum fyrir þá sem vantar, það er engin nauðsyn að vera allan tímann og vel mögulegt að koma í styttri tíma sem og lengri.

Allar upplýsingar um viðburðinn má finna á Golfdagur PGA og Stelpugolf og athugið að viðburðurinn er öllum opinn og er ókeypis. Einnig verður dregið úr fjölmörgum vinningum á hverjum stað fyrir sig. Þar á meðal M6 dræver frá golfbúðinni Erninum og golfkennsla.

Það væri vel þegið ef þið gætuð látið sem flesta vita af Golfdegi PGA í aðdraganda viðburðarins sem og að mæta með fjölskyldu og vinum og taka þátt í einstökum degi.

Stelpugolf

Markmið Stelpugolfs er að fjölga kylfingum á öllum aldri og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar.

Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar þar sem PGA golfkennaranemar, PGA kennarar og afrekskylfingar verða til staðar að leiðbeina.

Boðið verður upp á skemmtilegar þrautir og leiki ásamt kennslu í hinum ýmsu þáttum leiksins. Kylfur verða á staðnum fyrir þá sem vantar, það er engin nauðsyn að vera allan tímann og vel mögulegt að koma í styttri tíma sem og lengri.

Stelpugolf er hluti af Golfdegi PGA sem er samvinnuverkefni PGA á Íslandi & GSÍ og fer fram þann 10. júní kl. 11-14 í Reykjavík (Grafarholt), Blönduósi, Norðfirði og Höfn í Hornafirði. 

Allar upplýsingar um viðburðinn má finna á Stelpugolf. Viðburðurinn er öllum opinn og er ókeypis. 

Einnig verður dregið úr fjölmörgum vinningum. Þar á meðal M6 dræver frá golfbúðinni Erninum og golfkennsla.

Það væri vel þegið ef þið gætuð látið sem flesta vita af Stelpugolfi í aðdraganda viðburðarins sem og að mæta með fjölskyldu og vinum og taka þátt í einstökum degi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ