/

Deildu:

Auglýsing

Um síðustu helgi lögðu golfdómarar lokahönd á undirbúning sinn fyrir sumarið með vorfundi sem haldinn var í nýrri og glæsilegri Frístundamiðstöð Leynis á Akranesi.

Á fjórða tug golfdómara mættu á fundinn og ræddu margvísleg mál varðandi nýjar golfreglur og mótahald í sumar.

Mikil vinna hefur hvílt á golfdómurum í vetur vegna þeirra umfangsmiklu breytinga sem urðu á golfreglunum um síðustu áramót.

M.a. hafa allir dómarar þurft að þreyta endurmenntunarpróf til að staðfesta þekkingu sína á reglubreytingunum. Sömuleiðis þarf að endurnýja staðarreglur allra valla og víða hafa golfklúbbar endurskoðað merkingar vallanna m.t.t. reglubreytinganna.

Dómaranefnd GSÍ hélt í vetur reglubundin héraðsdómara- og landsdómaranámskeið. Afraksturinn af því starfi var að 21 nýr héraðsdómari og átta nýir landsdómarar útskrifuðust. Ánægjulegt er að geta þess að kona hefur nú öðlast landsdómararéttindi, í fyrsta skipti svo vitað sé. Eftirfarandi eru nýbakaðir landsdómarar:

Davíð Baldur Sigurðsson, GM

Garðar Svansson, GVG

Helgi Már Halldórsson, GKG

Jón Alfreðsson, GK

Jón K. Baldursson, GKG

Karl-Johan Brune, GSE

Sigrún Eir Héðinsdóttir, GSE

Viktor Elvar Viktorsson, GL

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ