Golfdagar í Kringlunni, í samstarfi við GSÍ, hafa hlotið frábærar viðtökur golfunnenda á öllum aldri og eru nú haldnir í þriðja sinn. Á golfdögum, sem standa í ár frá 30. apríl – 3.maí, bjóða valdar verslanir upp á góð golftengd tilboð en hápunktur golfdaga er golfhátíð laugardaginn 2.maí.
Þann dag verða fjölbreyttar golfkynningar,ráðgjöf og keppnir í göngugötu Kringlunnar.Golfkennarar gefa góð ráð og afrekskylfingar GSÍ stýra spennandi keppnum. Golfklúbbar og ferðaskrifstofur kynna starfsemi sína.
Gestum Kringlunnar býðst að taka þátt í skemmtilegum keppnum þar sem glæsilegir vinningar eru í boði. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram heldur bara mæta á svæðið og þátttaka er öllum heimil.
Púttkeppni:
Keppt verður á tveimur púttbrautum í göngugötu kl. 10-18
Verðlaun:
1. 50.000 kr. gjafabréf frá Úrval Útsýn
2. 40.000 kr. gjafabréf frá TransAtlantic
3. Golfpoki frá Ecco
Fjöldi vinninga dregnir úr skorkortum.
Nándarkeppni:
Keppni við afrekskylfinga í golfhermi á Blómatorgi kl. 11 – 14
Keppt er um að slá sem næst holu. Verðlaun fyrir þá sem sigra afrekskylfinga. Vegleg verðlaun fyrir holu í höggi!
Keppni um lengsta drive:
Keppt verður í karla og kvennaflokki í golfhermi á Blómatorgi kl. 14 – 17
1. 60.000 kr. gjafabréf frá TransAtlantic og 10.000 kr gjafabréf frá BOSS
2. Golfskór frá Ecco
3. 20.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON
Ný keppnisgrein!
Hver verður Íslandsmeistari í að halda golfbolta á lofti?
Eftir langa bið hefst keppni á ný í þessari erfiðu golfæfingu .
Afrekskylfingar GSÍ keppa á sviði við Blómatorg kl. 13 og kynnir keppninnar er enginn annar en hinn skrautlegi golfmeistari Siggi Hlö.
GSÍ og Kringlan hvetja alla golfáhugamenn og konur á öllum aldri til að koma í sannkallaða golfveislu á laugardaginn í Kringlunni, og gera klárt fyrir komandi golfsumar.