Héraðsdómaranámskeiðum dómaranefndar GSÍ er nýlokið. Þátttakan í ár var mjög góð og eignaðist golfhreyfingin alls 22 nýja héraðsdómara og þeir eru:
Andri Þór Árnason, GSS
Einar Már Hjartarson, GM
Gísli Bogason, GR/GSF
Gísli Karel Eggertsson, GM
Guðbjartur Haraldsson, GKG
Guðjón Grétar Daníelsson, GB
Guðmundur Brynjólfsson, GVS
Guðmundur Daníelsson, GB
Guðrún S. Eyjólfsdóttir, GKB/GKG
Hrafn Guðlaugsson, GSE
Ívar Harðarson, GÞH/GKG
Jón Frímann Jónsson, GM
Kristján B. Halldórsson, GSS
Kristján Guðmundsson, GF
Magnús Gunnarsson, GR
Magnús Ríkharðsson, GSG
Róbert Sigurðarson, GS
Sigríður Erlingsdóttir, GS
Sigrún Edda Jónsdóttir, NK
Snjólfur Ólafsson, GKB/GKG
Stefanía Arnardóttir, GSE
Þór Ríkharðsson, GSG
Það má gera ráð fyrir að dómararnir fái fjölmörg verkefni hjá sínum klúbbum því gert er ráð fyrir tæplega 1500 mótum í mótaskrá GSÍ í sumar samkvæmt venju – og þar af um 800 opnum mótum.
Samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ skal golfklúbbur skipa dómara fyrir hvert opið mót og á dómarinn að vera til staðar á meðan mótið fer fram. Við vitum að þessu ákvæði er mis vel framfylgt. Í sumum klúbbum er það metnaðarmál mótanefnda og forráðamanna að standa vel að dómgæslunni, jafnt og annarri framkvæmd mótanna. Starf dómaranna felst í fleiru en eiginlegri dómgæslu úti á velli, þeir eiga t.d. einnig að tryggja að merkingar vallanna séu í lagi, staðarreglur séu skýrar og í samræmi við golfreglur og að í keppnisskilmálum komi fram öll atriði sem þar þurfa að vera. Góður undirbúningur og skýr ákvæði um framkvæmd mótanna kemur í veg fyrir ýmsar uppákomur og leiðindi sem annars geta orðið.
Helsta ástæða þess að dómarar eru ekki tilnefndir í opnum mótum er einfaldlega skortur á dómurum – og með fjölgun dómara aukast líkurnar á því að dómarar séu til staðar í opnum mótum.
Dómaranefnd GSÍ hefur mörg undanfarin ár staðið fyrir námskeiðum fyrir verðandi héraðsdómara og þannig reynt að sinna skyldum sínum varðandi fjölgun og símenntun dómara. Síðustu ár hefur héraðsdómaranámskeiðið verið haldið í vetrarlok, rétt áður en golfvertíðin hefst. Að þessu sinni var héraðsdómaranámskeiðið haldið fyrr en venjulega og tókst sú tilraun ve.. Fleiri áttu þess kost að mæta og námskeiðið rakst ekki á t.d. golfferðir erlendis.
Námskeiðið var samkvæmt venju haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og samanstóð af fjórum kvöldfyrirlestrum, auk prófs. Þeir sem áttu þess ekki kost að mæta á fyrirlestrana í Laugardalnum gátu horft á þá í beinni netútsendingu.