/

Deildu:

Auglýsing

Frétt af heimasíðu GA:

Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar (GA). Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn GA og hefur yfirumsjón með daglegum rekstri hans.

Starfsemi GA hefur vaxið mikið undanfarin ár.  Í aðsetri klúbbsins að Jaðri er starfræktur 18 holu golfvöllur, 6 holu æfingavöllur, nýtt og glæsilegt æfingasvæði, sérverslun með golfvörur, veitingasala og leiga á golfbílum og -settum. Utan sumartíma fer starfsemi klúbbsins einnig fram í fyrsta flokks æfingaaðstöðu í Golfhöllinni sem er í Íþróttahöllinni við Sundlaug Akureyrar miðsvæðis í bænum.

Nánari upplýsingar um GA má finna á www.gagolf.is og www.arcticopen.is.

Starfssvið:

  • Yfirumsjón með og ábyrgð á daglegum rekstri, þar með talið starfsmannahald, fjármál og samskipti við opinbera aðila
  • Ábyrgð á þjónustu við klúbbmeðlimi sem og almenna kylfinga
  • Gerð fjárhags- og starfsáætlana
  • Samræming verkefna og eftirfylgni þeirra
  • Upplýsingagjöf og samstarf við stjórn og nefndir klúbbsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun og / eða menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af íþróttastarfi
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Færni í mannlegum samskiptum, samskiptahæfni og samstarfsvilji
  • Jákvæðni og þjónustulund
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, í töluðu og rituðu máli
  • Haldgóð tölvukunnátta
  • Reynsla af stjórnun

Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjanda og kynningarbréf þar sem ástæða umsóknar er tilgreind.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Steindór Árnason, varaformaður GA, í síma 864-8924 og í netfanginu jsarnason@gmail.com.

Umsóknarfrestur er til 9. desember 2016. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 1. febrúar 2017.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.  Umsóknum má skila rafrænt á netfangið umsokn@gagolf.is.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ