/

Deildu:

Húsatóftavöllur í Grindavík.
Auglýsing

Golfklúbbur Grindavíkur hefur lækkað almennt félagsgjald klúbbsins um 10 þúsund krónur á meðan gjaldskrá flestra golfklúbba landsins hækkar á milli ára eða stendur í stað. Eftir breytinguna greiða félagar GG 49 þúsund króna félagsgjald í stað 59 þúsund króna líkt og árið 2014. Stjórn Golfklúbbs Grindavíkur vonast með þessu til að fjölga félögum í GG og er stefnt að því að þeir verði um 300 að þremur árum liðnum. Í dag eru félagar GG rétt tæplega 200.

Með breytingunni verður félagsgjald GG eitt það lægsta hjá þeim klúbbum sem hafa yfir 18 holu golfvelli að ráða. Gjaldið er jafnframt tæplega helmingi lægra en hjá stærstu golfklúbbum höfuðborgarsvæðisins. Frekari breytingar verðar gerðar á gjaldskrá klúbbsins og verða þær kynntar að loknum fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar í lok janúar. Stjórn GG telur að þessar breytingar á gjaldskránni verði til þess að félögum fjölgi og tekjur klúbbsins aukist.

Aðsókn á Húsatóftavöll í Grindavík eykst ár frá ári og á síðasta ári voru 10.600 skráðir hringir á vellinum. Auknar vinsældir vallarins má helst rekja til gæði vallarins sem hafa aukist verulega á síðustu árum og eru flatir Húsatóftavallar jafnan sérlega góðar. Á síðasta ári var Húsatóftavöllur opinn í sjö mánuði; frá apríl til loka nóvembermánaðar.

15. flöt á Húsatóftavelli.
15 flöt á Húsatóftavelli

2,5 milljóna tap á síðasta ári

Aðalfundur GG fór fram síðastliðinn laugardag og voru þar kynntir ársreikningar fyrir starfsárið 2014. Rekstrartekjur klúbbsins á árinu voru 39,3 m.kr. en rekstrargjöld 40,1 m.kr. Auk fjármagnsliða reyndist vera tap á rekstri klúbbsins um 2,5 m.kr en þar af voru vaxtagjöld rúmlega 1,8 m.kr.

Golfklúbbur Grindavíkur hefur á síðustu árum ráðist í kostnaðarsama uppbyggingu og var Húsatóftavöllur stækkaður um fimm holur og tekinn í noktun sem 18 holu golfvöllur sumarið 2012. Klúbburinn tók um sama leyti í notkun nýjan golfskála. Ekki verður ráðist í frekari framkvæmdir á næstu misserum vegna skuldasöfnunar á síðustu árum. Eigið fé klúbbsins er alls 97 m.kr. Langtíma- og skammtímaskuldir klúbbsins eru alls 21,5 m.kr.

Halldór Einir Smárason, formaður GG:

„Golfklúbburinn hefur í nokkur ár staðið að uppbygginu á golfvellinum sjálfum, golfskálanum og umhverfi vallarins. Sú uppbygging hefur kostað mikla vinnu og fjármagn og eftir stendur golfvöllur sem félagsmenn geta vera stoltir af. En sú staða er komin upp að skuldir klúbbsins hafa aukist á meðan félagsfjöldinn og tekjurnar hafa staðið í stað frá árinu 2012. Við teljum Golfklúbb Grindavíkur hafa alla burði til þess að halda áfram að vaxa en við verðum að tryggja að gæðin haldist ekki bara á vellinum sjálfum heldur líka í fjármálum klúbbsins.“

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ