Íslandsmót golfklúbba í aldursflokki 14 ára og yngri fór fram dagana 21.-23. júní og var leikið á Selsvelli hjá Golfklúbbnum á Flúðum.
Alls tóku 7 stúlknalið þátt.
Keppnin hófst á að liðin léku 18 holu höggleik þar sem þrjú bestu skor liðsins töldu.
Raðað var í riðla eftir stöðunni úr höggleiknum.
Þá skiptist keppnin í holukeppnis og texas scramble fyrirkomulag eftir því í hvaða sæti lið lenti.
Úrslit úr höggleik má sjá hér fyrir STÚLKUR.
Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar sigraði og er Íslandsmeistari golfklúbba 2023 í stúlknaflokki 14 ára og yngri. Golfklúbbur Akureyrar varð í öðru sæti og Golfklúbbur Mosfellsbæjar í því þriðja.