Frá vinstri: Andri Ágústsson, Kristófer Karl Karlsson, Kristján Þór Einarsson og Ingi Þór Ólafson. Mynd/EGA
Auglýsing

Danski golfklúbburinn Smørum sigraði á Evrópumeistaramóti golfklúbba í karlaflokki sem lauk í gær á Troia vellinum í Portúgal. Íslandsmeistaralið Golfklúbbs Mosfellsbæjar tók þátt og endaði GM í 12. sæti.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur þar sem að tvö bestu skorin af alls þremur hjá hverju liði töldu.

Sigur Smørum var naumur eða eitt högg en Royal Park I Roveri frá Ítalíu varð í öðru sæti og Murhof frá Austurríki varð í þriðja sæti. Í mótinu voru alls 21 lið.

Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari í golfi 2022, Ingi Þór Ólafson og Kristófer Karl Karlsson skipuðu lið GM – Andri Ágústsson var liðsstjóri.

Ingi Þór Ólafson lék á +17 samtals eða 233 höggum (78-83-72) sem skilaði 25. sæti yfir bestu skor einstaklinga. Kristján Þór Einarsson lék einnig á 233 höggum eða +17 (72-83-78). Kristófer Karl Karlsson lék á +25 yfir pari eða 241 höggum (78-79-84) og endaði hann í 41. sæti.

Spánverjinn Pablo Alperi Lopez lék best allra eða á 210 höggum eða -6 samtals (69-69-72).

Frá vinstri Andri Ágústsson Kristófer Karl Karlsson Kristján Þór Einarsson og Ingi Þór Ólafson MyndEGA
Evrópumeistaralið 2023 Smørum frá Danmörku MyndEGA

Allar liðsmyndir frá EM – smelltu hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ