Golfsamband Íslands

Golfklúbbur Mosfellsbæjar fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba í stúlknaflokki 21 árs og yngri

Golfklúbbur Mosfellsbæjar fagnaði í dag sigri á Íslandsmóti golfklúbba í flokki 21 árs og yngri í stúlknaflokki. Keppnin var mjög spennandi þar sem að GM sigraði með minnsta mun – en Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varð í öðru sæti og Golfklúbbur Reykjavíkur í því þriðja.  

Mótið fór fram á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss dagana 20.-22. júní. Í stúlknaflokki voru alls 6 lið og var keppt í einum riðli og þar sem öll liðin léku innbyrðis.

Í holukeppninni var leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningsleikir. Í fjórmenningsleikjunum léku tveir leikmenn saman í liði og leika þeir einum bolta og slá þeir upphafshöggin til skiptis. Í tvímenningnum er einn leikmaður úr hvoru liði sem keppa gegn hvorum öðrum í holukeppni.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá Selfossi.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar endaði í öðru sæti.
Golfklúbbur Reykjavíkur endaði í þriðja sæti.

Staðan KVK

Sæti

Staðan KK

Umferðir KVK

Umferðir KK

Exit mobile version