Golfklúbbur Mosfellsbæjar er Íslandsmeistari golfklúbba 2023 í 1. deild kvenna. Þetta er í fimmta sinn sem GM sigrar í efstu deild kvenna og annað árið í röð. Úrslitin réðust á Hólmsvelli í Leiru í dag hjá Golfklúbbi Suðurnesja.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Golfklúbbur Reykjavíkur léku til úrslita um titilinn. GKG sigraði GK í leiknum um þriðja sætið.
Smelltu hér til að nálgast stöðu leikja og allar umferðir í einu skjali.
Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu:
Alls tóku átta lið í 1. deild kvenna í keppninni um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2023.
Liðunum var skipt í tvo fjögurra liða riðla.



Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit.
A-riðill lokastaða:
GM, GK, GS, NK,
GM lék í undanúrslitum gegn GKG og þar hafði GM betur 4-1. .
B-riðill lokastaðan: GR, GKG, GSS, GO.
GR lék í undanúrslitum gegn GK og þar hafði GR betur 3,5 – 1,5.
Lokastaðan í 1. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba 2023.
1 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | ||||||
2 | Golfklúbbur Reykjavíkur | ||||||
3 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | ||||||
4 | Golfklúbburinn Keilir | ||||||
5 | Golfklúbbur Suðurnesja | ||||||
6 | Golfklúbbur Skagafjarðar | ||||||
7 | Golfklúbburinn Oddur | ||||||
8 | *Nesklúbburinn |
*Nesklúbburinn fellur í 2. deild.
Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í kvennaflokki árið 1982. Mótið í ár er það 42. í röðinni. Frá árinu 1982 hafa 4 klúbbar fagnað þessum titli.
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur oftast sigrað eða 22 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla, Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 5 titla þar af eru þrír titlar þegar Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ var til. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hefur tvívegis fagnað sigri í efstu deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba.
Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi:
1982 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1983 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1984 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1985 | Golfklúbburinn Keilir |
1986 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1987 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1988 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1989 | Golfklúbburinn Keilir |
1990 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1991 | Golfklúbburinn Keilir |
1992 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1993 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1994 | Golfklúbburinn Keilir |
1995 | Golfklúbburinn Keilir |
1996 | Golfklúbburinn Keilir |
1997 | Golfklúbburinn Keilir |
1998 | Golfklúbburinn Kjölur |
1999 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2000 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2001 | Golfklúbburinn Kjölur |
2002 | Golfklúbburinn Keilir |
2003 | Golfklúbburinn Keilir |
2004 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2005 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2006 | Golfklúbburinn Keilir |
2007 | Golfklúbburinn Kjölur |
2008 | Golfklúbburinn Keilir |
2009 | Golfklúbburinn Keilir |
2010 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2011 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2012 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2013 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2014 | Golfklúbburinn Keilir |
2015 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2016 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2017 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2018 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2019 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2020 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2021 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2022 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar |
2023 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar |