Site icon Golfsamband Íslands

Golfklúbbur Öndverðarness auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Frá Öndverðarnesvelli. Mynd/seth@golf.is

Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ) leitar að nýjum framkvæmdarstjóra sem hefur yfirumsjón með öllum daglegum rekstri klúbbsins. 

GÖ er staðsettur að Öndverðarnesi í Grímsnesi. Þar er starfræktur 18 holu golfvöllur, æfingasvæði, veitingasala með um 150 manna veislusal og leiga á golfbílum og settum. 

Klúbburinn er í dag með tæplega 700 meðlimi sem er mjög  samheldinn hópur. Klúbburinn er metnaðarfullur, framsýnn og mjög vel tækjum búinn og má þar nefna að komnir eru slátturóbotar á allar brautir vallarins sem knúðir eru með sólarorku,  vökvunarkerfi er komið á flestar flatir og teiga vallarinn svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar um GÖ má finna á heimasíðu félagsins www.gogolf.is

Starfssvið: 

Framkvæmdarstjóri heyrir undir stjórn GÖ og er formaður félagsins hans næsti yfirmaður. Meðal helstu verkefna framkvæmdastjóra eru:

Menntunar- og hæfniskröfur: 

Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjanda og kynningarbréf þar sem ástæða umsóknar er tilgreind.

Um er að ræða 100% stöðu frá og með haustinu 2024. Umsóknarfrestur er til 31. Júlí 2024.

Umsóknum skal skilað í gegnum alfred.is

https://alfred.is/starf/597de353-d9fe-4902-be4d-2878a5d47536

Exit mobile version