Í dag hófst Evrópumót golfklúbba í kvennaflokki en keppnin fer að þessu sinni fram í Frakklandi.
Golfklúbbur Reykjavíkur, Íslandsmeistaralið golfklúbba 2021, tekur þátt á EM ásamt 17 öðrum golfklúbbum. Keppnin fer fram á Golf de Fontainebleau.
Þrír leikmenn eru í hverju liði. Keppt er í höggleik og tvö bestu skorin telja í hverri umferð.
Eva Karen Björnsdóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir og Ásdís Valtýsdóttir skipa lið GR. Berglind Björnsdóttir er liðsstjóri.
Smelltu hér fyrir rástímar, skor og úrslit:
![243226299_263841442412197_1435075965973654902_n - Golfsamband Íslands](https://www.golf.is/wp-content/uploads/2021/09/243226299_263841442412197_1435075965973654902_n-819x1024.jpeg)
![243870737_10159872969793824_356763730324537873_n - Golfsamband Íslands](https://www.golf.is/wp-content/uploads/2021/09/243870737_10159872969793824_356763730324537873_n-709x1024.jpeg)