/

Deildu:

Golfklúbburinn Holtagörðum
Auglýsing

Golfklúbburinn opnaði nýverið í Holtagörðum þar sem er að finna fyrsta flokks aðstöðu fyrir kylfinga til leiks og æfinga allt árið.

Golfklúbburinn er staðsettir við Holtavegur 10, á efri hæð og er í um 850 fermetra húsnæði. Í tilkynningu frá Golfklúbbnum segir að golfhermarnir sem eru til staðar séu nú þegar komnir í fulla virkni og að viðbrögð gesta hafa verið sérstaklega góð.

„Golfklúbburinn er fyrsta flokks aðstaða fyrir kylfinga til leiks og æfinga allan ársins hring. Markmiðið er að koma upp aðstöðu þar sem kylfingar eiga samanstað í góðu umhverfi, stað þar sem öll fjölskyldan getur komið og leikið hring eða tekið æfingu, stað þar sem golfhópar geta skipulagt sína föstu hringi þegar aðstæður hamla golfleik úti, þar sem kylfingar á öllum getustigum geta fínpússað sveifluna sína með eða án kennara og síðast en ekki síst staður þar sem fólk getur stígið sín fyrstu skref í golfinu.

Golfklúbburinn er líka veitingastaður sem er innréttaður á hlýlegan og fallegan máta. Á staðnum er fjöldi sjónvarpstækja þar sem sýnt verður frá því sem efst er á baugi í íþróttum á hverjum tíma, auðvitað með áherslu á golf og boltann.

Fyrst um sinn verða í fimm golfhermar í rekstri, fljótlega verður bætt við öðrum æfingarbúnaði s.s. púttbrautum. Hægt er að leika golf á 66 völlum hjá Golfklúbbnum, á þeim lista er að finna fjölda þekktra valla beggja vegna Atlanshafsins.

Eins og fyrr segir þá eru á staðnum fimm golfhermar, þeir koma frá Full Swing Golf í San Diego. Full Swing hefur framleitt goflherma í 30 ár og eru að öðrum ólöstuðum bestu golfhermarnir á markaðinum.

Dæmi um aðila sem treysta Full Swing fyrir sínum æfingum eru Jordan Spieth, Jason Day, Jim Furyk, Padraig Harrington og Tiger Woods.Frægt er þegar Jordan lýsti því yfir fyrir Opna breska 2015, sem leikið var á St. Andrews, að hann ætlaði að undirbúa sig fyrir mótið í Full Swing herminum sínum. Hann hafði aðeins einu sinni, árið 2011, komið til St. Andrews. Sama gerði hann þegar hann undirbjó sig fyrir US Open í Oakmond 2016, en hann hafði aldrei komið á völlinn þegar hann tíaði upp á fyrsta hring. https://www.pgatour.com/video/2016/05/04/jordan-spieth-s-first-look-at-oakmont-country-club.html

Golfklúbburinn er staðsetur á frábærum stað í Holtagörðum (Holtavegur 10, á efri hæð) og er í um 850 fermetra húsnæði. Golfhermarnir eru komnir í fulla virkni og er óhætt að segja að viðbrögð gesta okkar hafa verið sérstaklega góð.Næstu vikurnar bjóðum við kylfingum að koma og prófa á hálfvirði. Opið er frá 12:00 til 18:00 fyrir þá sem vilja kíkja í heimsókn. Vilji fólk panta tíma eftir 18:00 þá er bara að hafa samband við Viggó í síma 825 9111 eða senda póst á viggo@golfklubburinn.is.

Verðskrá Golfklúbbsins

– Grunnverð er kr. 6.000 fyrir eina klst. á prýðistíma (í hádeginu frá 11:30 til 13:00 og frá 16:00 til 23:00, staðurinn verður opinn til miðnættis).

– Frá opnun til hádegis og frá hádegi til 16:00 kostar klst. 4.500.- Meðimir Golfklúbbsins (árgald er kr. 12:000) njóta 20% afsláttar af tímum og 10% af veitingum, þá hafa meðlimir þátttökurétt í innanfélagsmótum og geta bókað tvær vikur fram í tímann.

– Á sumrin mun gilda önnur verðskrá, t.a.m. munu meðlimir Golfklúbbsins geta æft („tekið fötu“) á sérstökum vildarkjörum.

– Verð geta breyst án fyrirvara.

Veitingahluti Golfklúbbsins mun opna á næstu vikum.

Sjá nánar á https://www.facebook.com/Golfklubburinn/

 

Golfklúbburinn Holtagörðum
Golfklúbburinn Holtagörðum
Golfklúbburinn Holtagörðum
Golfklúbburinn Holtagörðum

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ