Site icon Golfsamband Íslands

Golfklúbburinn Keilir fær sjálfbærniverðlaun GSÍ árið 2024

Guðmundur Örn Óskarsson, formaður Keilis, tók við verðlaununum úr höndum Huldu Bjarnadóttir forseta GSÍ.

Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði fékk sjálfbærniverðlaun Golfsambands Íslands þann 9. nóvember síðastliðinn, en afhendingin fór fram á formannafundi GSÍ.
Golfklúbburinn Keilir hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra golfklúbba hvað varðar sjálfbærni í rekstri golfvalla og golfklúbba á Íslandi. Klúbburinn náði nýlega þýðingarmiklum áfanga í starfi sínu með annarri endurnýjun GEO Certified-sjálfbærnivottunar, sem klúbburinn hlaut fyrst fyrir áratug.


Vottunin er afrakstur mikillar vinnu þar sem skoðaðir eru fjölmargir þættir í starfsemi golfklúbba og valla, eins og umhverfisáhrif og atvinnusköpun auk íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Þá hefur orku- og auðlindanotkun dregist saman með markvissari hönnun og þar með minna flatarmáli sleginna grassvæða á Hvaleyrarhluta golfvallarins.


Þegar Keilir fékk fyrst vottun GEO Foundation fyrir tíu árum sagði í umsögninni að Keilir þar færu „frjáls félagasamtök, sem halda úti íþrótta- og útivistarsvæði í hjarta blómlegrar byggðar, þar sem hægt er að stunda golf sem almenningsíþrótt og njóta um leið samlegðaráhrifa á vettvangi ferðaþjónustu, umhverfis- og loftslagsmála, útivistar, grænna svæða og lýðheilsu, auk íþrótta- og æskulýðsstarfs.“


Guðmundur Örn Óskarsson, formaður Keilis, tók við verðlaununum úr höndum Huldu Bjarnadóttir forseta GSÍ.

Exit mobile version