/

Deildu:

Sjötta flöt á Garðavelli.
Auglýsing

Golfklúbburinn Leynir fékk fimm milljónir í styrk af safnlið Menntamálaráðuneytisins til uppbyggingar og undirbúnings fyrir Íslandsmótið í golfi, sem fram fer á Garðavelli í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem golfklúbbur fær styrk af þessum lið en m.a. fékk Akureyrarbær sjö milljónir til uppbyggingar og undirbúnins fyrir Unglingalandsmót UMFÍ í sumar og eins fékk Blöndósbær sex milljónir til uppbyggingar og undirbúnings fyrir Landsmót UMFÍ 50+.

Golfsambandið fagnar þessari ákvörðun að stjórnvöld styðji við uppbyggingu golfvalla og undirstriki þannig mikilvægi þeirra fyrir sveitarfélögin.

Veitir voru styrkir uppá rúmar 67 milljónir af þessum lið og skiptast þeir í eftirfarandi flokka:

Styrkir á sviði lista og menningar
Veitt eru framlög til félaga, samtaka og annarra aðila sem starfa á sviði lista og menningar og ekki hafa aðgang að menningarsamningum eða sjóðum.
Styrkir á sviði menningararfs
Veitt eru framlög til félaga, samtaka og annarra aðila sem starfa að verndun menningarminja og ekki hafa aðgang að menningarsamningum eða sjóðum.Styrkir til uppbyggingar landsmótsstaða
Veitt eru framlög til að styðja við uppbyggingu, endurnýjun og viðhalds íþróttamannvirkja og mannvirkja fyrir æskulýðsstarfsemi á landsmótssvæðum í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila.

Listir og menning: 02-982-190 – 36,3 m. kr. þar af 5 m. bundnar í gildandi samningum.
Menningararfur: 02-919-190 – 13,5 m. kr. þar af 3 m. bundnar í gildandi samningum
Landsmótsstaðir: 02-989-659 – 24,3 m. kr.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ