GSÍ fjölskyldan
Frá vinstri, Olga Bjarnadóttir ÍSÍ, Kári Sölmundarson formaður GO, Hrafnhildur Guðjónsdóttir íþróttastjóri GO, Hafsteinn Pálsson ÍSÍ og Garðar Svansson frá ÍSÍ.
Auglýsing

Golfklúbburinn Oddur fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á ársþingi Ungmennasambands Kjalarnesþings sem var haldið í golfskálanum á Urriðavelli fimmtudaginn 30. mars síðastliðinn.

Það voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu, þau Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ, Garðar Svansson og Olga Bjarnadóttir, öll úr framkvæmdastjórn sem afhentu þeim Kára Sölmundarsyni formanni félagsins og Hrafnhildi Guðjónsdóttur íþróttastjóra viðurkenninguna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Oddi sem er hér í heild sinni:

Árið 2006 fengum við fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ sem síðar var ekki endurnýjuð og uppfærð miðað við breytta staðla og við höfðum lengi ætlað að koma því í góðan farveg. Með uppbyggingu 5000 manna hverfis í Urriðaholti var ljóst að til að þjóna börnum og unglingum í golfklúbbnum og tilvonandi golfurum betur en áður þyrftum við að gera breytingar í okkar íþróttastarfi. Með ráðningu á Hrafnhildi Guðjónsdóttur í starf íþróttastjóra var fyrsta skrefið tekið í átt að breyttum áherslum og skipuleggur hún starfið náið með okkar öflugu PGA kennurum og því erum við viss um að íþróttastarfið nái að vaxa og dafna í komandi framtíð.

Stjórn klúbbsins og starfsmenn munu leggja sitt af mörkum á komandi árum til að sýna öllum meðlimum klúbbsins og iðkendum í verki að Golfklúbburinn Oddur mun standa undir þeirri viðurkenningu að kallast Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing