GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Vefsíða Golfleiks Varðar og Golfsambandsins er tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna. Frábær þátttaka var í Golfleiknum síðasta sumar þar sem kylfingar fengu að spreyta sig í þekkingu á golfreglum.

Þar stóð Steinþór Haraldsson uppi sem sigurvegari. Vörður og GSÍ munu standa að nýjum Golfleik á þessu ári og er undirbúningur þegar hafinn.

Þátttakan var framar vonum í leiknum s.l. sumar. Um 10.000 skráningar voru í leikinn þar sem þátttakendur fengu að reyna á kunnáttu sína á golfreglunum.

Þeir sem tóku þátt fengu viðurkenningarnar brons, silfur eða gull eftir því hversu vel þeir stóðu sig. Keppendur voru vel að sér í golfreglunum því 65% þeirra sem tóku þátt fengu gullmedalíu.

Steinþór hafði heppnina með sér og var dreginn út í lok keppninnar. Hann fékk golfferð fyrir tvo á Montecastillo golfsvæðið á Spáni með Heimsferðum.

 

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing