Golfsamband Íslands

Golfreglur 2019: Að lagfæra skemmdir á flötinni

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Nú máttu lagfæra svo til allar skemmdir á flötinni.

Áður máttirðu einungis lagfæra skemmdir í leiklínunni ef um var að ræða boltaför eða gamla holutappa. Nú máttu auk þess lagfæra takkaför og aðrar skemmdir sem hafa orðið á flötinni.

Ekki má laga skemmdir sem hafa orsakast af eðlilegu viðhaldi flatarinnar (svo sem götunarholur), venjulegu sliti á holunni eða náttúrlegar ójöfnur á flötinni, t.d. vegna ójafnrar sprettu.

Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni. Því leyfa golfreglurnar þér lagfæringar á flötinni sem ekki eru leyfðar annars staðar á vellinum. Með þessari breytingu er eytt þeirri óvissu sem stundum hefur skapast um hvort tiltekin skemmd sé boltafar eða af öðrum orsökum.

Sjá reglu 13.1

Exit mobile version