/

Deildu:

Auglýsing

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Reglurnar um að slá högg úr glompum hafa verið rýmkaðar.

Nú máttu t.d. fjarlægja alla lausung í glompu, þótt bolti þinn liggi í glompunni. Þú þarft samt að fara varlega því þú færð víti ef boltinn hreyfist við að fjarlægja lausungina.

Almennt má segja að nú gildi sömu reglur um högg úr glompum og af öðrum svæðum vallarins, með eftirfarandi undantekningum:

  • (a) Þú mátt ekki vísvitandi prófa ástand sandsins með hönd eða kylfu.
  • (b) Þú mátt ekki snerta sandinn með kylfu í æfingasveiflu.
  • (c) Þú mátt ekki snerta sandinn með kylfu rétt framan eða aftan við boltann eða í aftursveiflunni fyrir höggið.

Sjá reglu 12.2

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ