/

Deildu:

Auglýsing

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Ef þú þarft að lyfta bolta, t.d. í háum karga, til að staðfesta hvort þetta sé þinn bolti þarftu að merkja legu boltans áður en þú lyftir honum, en þarft ekki lengur að tilkynna það öðrum leikmanni eða gefa öðrum leikmanni færi á að fylgjast með þér.

Þú færð hins vegar eitt vítahögg ef þú lyftir boltanum án þess að hafa ástæðu til þess eða ef þú merkir ekki legu boltans áður en þú lyftir honum. Sömuleiðis máttu ekki hreinsa boltann meira en nauðsynlegt er til að þekkja hann.

Þessari breytingu er m.a. ætlað að auka leikhraða. Um leið er fyrirkomulagið samræmt við almennar reglur þegar bolta er lyft og honum leikið frá öðrum stað, en þá þarf leikmaðurinn heldur ekki að tilkynna það öðrum leikmanni. Með þessu er treyst á heiðarleika leikmannsins við að framfylgja reglunum.

Sama regla gildir þegar bolta er lyft til að athuga hvort hann er skemmdur (regla 4.2c) og þegar bolta er lyft til að athuga hvort hann er í aðstæðum þar sem lausn er veitt (regla 16.4).

Sjá reglu 7.3

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ