Golfreglur 2019: Æfing á milli umferða

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Ef þú ert að keppa í margra daga höggleikskeppni máttu núna æfa þig á vellinum eftir að þú hefur lokið leik á hverjum degi.

Þetta var áður bannað nema mótsstjórn hafi heimilað það sérstaklega. Mótsstjórnir geta nú bannað slíka æfingu en þurfa þá að setja staðarreglu um það.

Sjá reglu 5.2

(Visited 146 times, 1 visits today)