/

Deildu:

Auglýsing

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Ef þú púttar á flötinni og boltinn hittir af slysni eitthvað eða einhvern áður en boltinn stöðvast eða lendir í holunni gilda eftirfarandi reglur:

  • (a) Ef boltinn hittir óvart flaggstöngina eða þann sem gætir flaggstangarinnar er það vítalaust og þú leikur boltanum þar sem hann stöðvast.
  • (b) Ef boltinn hittir óvart einstakling (annan en þann sem gætir flaggstangarinnar), dýr eða manngerðan hlut (annan en flaggstöngina, kyrrstæðan bolta eða boltamerki) gildir höggið ekki. Þú verður að leggja boltann á upphaflegan stað og endurtaka púttið, vítalaust.
  • (c) Ef boltinn hittir boltamerki á flötinni er það vítalaust og þú leikur boltanum þar sem hann liggur.
  • (d) Ef þú ert að keppa í höggleik (þ.á.m. í punktakeppni) og boltinn hittir óvart kyrrstæðan bolta annars leikmanns á flötinni færðu tvö högg í víti. Höggið gildir og þú leikur boltanum þar sem hann liggur. Í holukeppni er þetta vítalaust og þú leikur boltanum þar sem hann liggur.

Sjá reglur 11.1 og 13.2b

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ