/

Deildu:

Auglýsing

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Tvær mikilvægar breytingar hafa orðið á reglunum varðandi bolta sem hreyfist á flötinni:

  • (a) Ef þú veldur því óvart að bolti þinn hreyfist á flötinni er það nú vítalaust og þú leggur boltann einfaldlega aftur á fyrri stað.
  • (b) Ef bolti þinn hreyfist á flötinni eftir að þú varst áður búin(n) að lyfta boltanum og leggja hann aftur áttu alltaf að leggja boltann aftur á fyrri stað. Engu skiptir hvað olli því að boltinn hreyfðist, þú leggur hann þá aftur á fyrri stað, jafnvel þótt hann hafi fokið.

Eftir því sem hraði flata hefur aukist hefur þeim tilvikum fjölgað að boltar hreyfast á flötunum og oft hefur verið erfitt að ákvarða hvort leikmaðurinn olli hreyfingunni eða hvort boltinn hreyfðist t.d. vegna vinds eða þyngdarafls.

Því var talið bæði sanngjarnt og til mikillar einföldunar að hætta að víta leikmenn þótt þeir valdi því af slysni að bolti hreyfist á flötinni.

Sjá reglu 13.1

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ