Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.
Sömu takmarkanir gilda fyrir kylfuberann á flötinni og utan flatarinnar, að hann má ekki standa aftan við boltann þegar leikmaðurinn byrjar að taka sér stöðu fyrir næsta högg. Hugmyndin er sú að kylfuberinn eigi ekki að aðstoða leikmanninn við uppstillingu fóta og líkama og því þarf kylfuberinn að vera búinn að stíga frá þegar leikmaðurinn byrjar að stilla sér upp fyrir höggið.
Hins vegar eru reglurnar nú frjálslegri varðandi að lyfta bolta á flötinni. Kylfuberinn má merkja og lyfta bolta síns leikmanns á flötinni, án sérstaks leyfis leikmannsins í hvert sinn. Sömuleiðis má kylfuberinn leggja boltann aftur á flötina, hafi hann sjálfur lyft boltanum.
Sjá reglur 10.2 og 14.1b