Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.
Í nýjum golfreglum er sérstaklega hvatt til þess að leikið sé rösklega, t.d. með því að:
- (a) Leikmenn geri sér grein fyrir að leikhraði þeirra hefur áhrif á aðra leikmenn og allir leiki rösklega, t.d. með því að undirbúa högg sín tímanlega og að ganga rösklega á milli högga og á næsta teig.
- (b) Hvert högg taki ekki lengri tíma en 40 sekúndur og oftast styttri tíma, eftir að leikmaðurinn getur leikið vegna ráshópsins á undan eða annarra truflana.
- (c) Undirstrika að leikmenn í höggleik geta leikið í þeirri röð sem hentar hverju sinni, til að flýta leik.
- (d) Staðfesta að leikmönnum í holukeppni er heimilt að komast að samkomulagi um að leika í annarri röð en reglurnar kveða á um.
- (e) Hvetja mótsstjórnir til að setja reglur um leikhraða.
Sjá reglu 5.6b